„Annarra manna hross ásælist ég ekki og dauðum er best að hvílast“

  • 30. september 2022
  • Fréttir
Hin hliðin á Kristni Hugasyni

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það Kristinn Hugason samskiptastjóri Ísteka sem tók áskorun Guðmundar Viðarssonar og sýnir á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn: Kristinn Hugason.

Gælunafn: Kiddi.

Starf: Samskiptastjóri Ísteka og hrossaræktandi.

Aldur: Hátt í það 64 ára.

Stjörnumerki: Bogamaður.

Blóðflokkur: Veit ekki.

Skónúmer: 41,5.

Hjúskaparstaða: Kvæntur.

Uppáhalds drykkur: Kolsýrt vatn, til spari rauðvín einkum shiraz-vín og til hátíðarbrigða Lagavulin 16 ára.

Uppáhaldsmatur: Þjóðlegur matur í ýmsum útgáfum en efst á blaði sem hátíðarmatur er rjúpa, síðan hreindýrakjöt.

Uppáhalds matsölustaður: Pass.

Hvernig bíl áttu: Toyota Land Cruiser.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Babylon Berlin, í öðru sæti eru margir, núna Yellowstone.

Uppáhalds leikari: Ida Engvall í hlutverki Rebecku Martinson í samnefndri seríu.

Uppáhalds Íslenski  tónlistarmaðurinn: Elly Vilhjálms.

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn:   Johnny Cash.

Uppáhalds lag: I Walk the Line sungið af Johnny Cash og Áfram veginn, sungið af frænda mínum Stefáni Íslandi.

Fyndnasti Íslendingurinn: Laddi.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Stóðhestabókin, ekki minnsti vafi!

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Neita mér alfarið um að neyta bragðarefs.

Þín fyrirmynd: Foreldrar mínir með tilbrigðum tíðarandans, hlífi lesendum samt við öllu persónulegri ritsmíð.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Ég sjálfur í innri baráttu í lífsins ólgusjó.

Sætasti sigurinn: Í heimi hestsins er það árangur Króks frá Ytra-Dalsgerði

Mestu vonbrigðin:  Örlög Króks frá Ytra-Dalsgerði sem kynbótahests.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: ÍBA á sínum tíma.

Uppáhalds lið í enska boltanum: Tottenham.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Annarra manna hross ásælist ég ekki og dauðum er best að hvílast.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Er raunar stoltur af því að ýmsir spádómar mínir hér um hafa ræst, hef mínar skoðanir en segi samt pass.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Er uppnæmur fyrir samræmisgóðri líkamsbyggingu og fríðleika knapa, segi samt pass.

Besti knapi frá upphafi: Spurningunni er nánast ómögulegt að svara en Sigurbjörn Bárðarson segi ég áhrifamesta knapa íslenskrar hestamennsku hingað til.

Uppáhalds hestalitur: Ungum var mér kennt, að ekkert væri það vit að rækta eftir lit.

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Látum bara vaða og segja Náttfari frá Ytra-Dalsgerði.

Besti hestur sem þú hefur prófað:  Nefni þrjú hross sem öll skópu áhrifaríka upplifun á stund og stað; Hæra frá Litla-Garði í smalamennsku á Dölunum, 1978 eða ´79, Fylkir frá Ytra-Dalsgerði, einn af bræðrunum fræknu á Bringu, einnig í samanrekstri á stóði í júni eitthvert árið um miðja níunda áratuginn og svo Orri frá Þúfu, reið honum heim í hesthús í Gunnarsholti eftir dóma á vorsýningu árið 1991 að ég hygg.

Uppáhalds staður á Íslandi: Djúpidalur í Eyjafirði, finn þar ríkt fyrir örlögum og gengnum sporum míns fólks. Dásamlegur fjallasalur fyrir hross og þangað vil koma öllum mínum hrossum, nema ógeltum hestum, þangað a..m.k. einhverjar vikur á hverju ári.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Eftir tannburstun o.þ.h., að lesa og eitthvert taut sem kalla má bænir.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Lítið en þó alltaf uppvægur fyrir afreksíþróttum í háum klassa, fylgist og með gengi Tottenham.

Í hverju varstu lélegastur í skóla: Leiðinlega lélegur í erlendum tungumálum, einkum ensku sem síst skyldi verið hafa, ólst enda upp tungumálalega séð afar einsleitu samfélagi.

Í hverju varstu bestur í skóla: Stærðfræði.

Vandræðalegasta augnablik: Kýs að gleyma!

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tóta Eymunds., Didda Bárðar. og Ella Sig., tíminn liði þá hratt við háspekilegar viðræður og ausið úr sagnasjóð þess á milli og ef nú einhver þeirra skyldi forfallast kæmu Víkingur Gunnars. eða Gulli Antons. sterkir inn.

Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Það hversu margir menn eru í mér eða ósamhverfir þættir; hvoru tveggja í senn styrkleiki og veikleiki

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Mjög erfið spurning, ekki síst að nefna eitt nafn en segi Erling Ó. Sigurðsson.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja:  Í ljósi sagna sem ég ólst upp við úr sagnasjóði föður míns vildi ég mega biðja Hesta-Bjarna að skýra fyrir mér hverjum augum hann liti eðli hestamennsku.

 

Ég skora á Þórarinn Eymundsson að sýna á sér hina hliðina.

 

Hin hliðin – Guðmundur Viðarsson

Hin hliðin – Hermann Árnason

Hin hliðin – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Bjarni Pétur Maronsson

Hin hliðin – Tryggvi Ágústsson

Hin hliðin – Kristinn Guðnason

Hin hliðin – Angantýr Þórðarson

Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson

Hin hliðin – Heimir Gunnarsson

Hin hliðin – Gísli Guðjónsson

Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir

Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Telma L. Tómasson

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar