„Langt síðan að Sigga mín ákvað grafskriftina yfir mér“

  • 9. september 2022
  • Fréttir
Hin hliðin - Hermann Árnason

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það Hermann Árnason sem tók áskorun Áslaugar Örnu og sýnir á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn: Hermann Árnason

Gælunafn: Hemmi

Starf: Frjótæknir og Hestaferðaleiðsögumaður.

Aldur: 63

Stjörnumerki: Vog

Blóðflokkur: 0-

Skónúmer:44

Hjúskaparstaða: Giftur

Uppáhalds drykkur: Bjór

Uppáhaldsmatur: Fýll

Uppáhalds matsölustaður: Pylsuvagninn á Selfossi

Hvernig bíl áttu: Toyota Landcruser

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Veðurfréttir

Uppáhalds leikari: Bessi heitinn Bjarnason

Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Villi Vill

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Paul Simon

Uppáhalds lag: Mjög mörg, en segjum Ég berst á fáki fráum.

Fyndnasti Íslendingurinn: Laddi

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Hrútaskráin er meira lesinn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Bjór

Þín fyrirmynd: Allt það góða fólk sem gafst ekki upp á mér ungum og þar á Ella frænka mín í Steinum stærstu sneiðina.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Ég sjálfur.

Sætasti sigurinn: Margir hestatengdir sigrar síðustu ára. Stjörnureið um Ísland. Vatnareið og Flosagata.

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki tileinkað mér fyrr tamningaraðferðir nútímans að frjálsum vilja.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Ég er algjörlega ótengdur í fótboltann en FH í handboltanum vegna þess að Geir Hallsteinsson var átrúnaðargoð á árum áður, enda Mýrdælskrar eins og ég.

Uppáhalds lið í enska boltanum: Hélt með Leeds þegar ég var ungur og villtur, núna er ég bara Villtari.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Skúm minn fyrsta hest, hann var einstakur, kænn og slóttugur en ótrúlega fjörhár, sterkur og greindur.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Þar eru svo ofboðslega margir efnilegir knapar í dag, að framtíðin er einstaklega björt.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Konur og hestar er eitt það fallegasta sem til er.

Besti knapi frá upphafi: Þessi er snúinn því þeir eru svo margir, en Diddi Bárðar hefur alltaf verið ótrúlegur.

Uppáhalds hestalitur: Ljósir litir, á eina núna leirljós stjörnótta og faxmikla

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Hrímnir frá Hrafnagili markaði tímamót eins og Náttfari, en þeir eiga marga jafnoka í dag.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Ég held ég eigi það eftir, að prófa besta hestinn

Uppáhalds staður á Íslandi: Þórsmörk á sérstakan stað í hjarta mínu.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Ef ég er ekki sofnaður áður enn ég leggst útaf þá ferðast ég í huganum á hestum.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já hef mjög gaman af mörgum greinum frjálsíþrótta og svo er handbotinn í uppáhaldi

Í hverju varstu lélegastur í skóla: Flestu

Í hverju varstu bestur í skóla: Vera óþægur

Vandræðalegasta augnablik: ~Mörg, tengjast flest gleymsku, því mér hættir til að hlaupa yfir ákveðna hluti og hausinn kominn í næsta verkefni.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Rút Pálson fóstbróðir minn, Gunna Björns vin minn, með þá tvo er næsta víst að þeir væru búnir að finna leið til eima eitthvað gott til drykkjar. Svo er ég alltaf með verndarengil með mér. Ef við værum fleirri þessa heims kæmi bara upp ósamkomulag.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Langt síðan að Sigga mín ákvað grafskriftina yfir mér. Skrapp aðeins kem fljótt aftur.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Sveinbjörn Bragason, Flagbjarnarholti. Dugnaðurinn, næminn og ræktunarnefið, hann hefur allt sem góður hestamaður getur óskað sér.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Spyrja Knapamerkja framleiðendur. Hví er ekkert kennt um hesta ferðamennsku í Knapamerkjunum ?

 

Ég skora á Guðmund Viðarsson bónda í Skálakoti að sýna á sér hina hliðina.

 

Hin hliðin – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Bjarni Pétur Maronsson

Hin hliðin – Tryggvi Ágústsson

Hin hliðin – Kristinn Guðnason

Hin hliðin – Angantýr Þórðarson

Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson

Hin hliðin – Heimir Gunnarsson

Hin hliðin – Gísli Guðjónsson

Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir

Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Telma L. Tómasson

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar