„Ég er frábær í að elda pylsur“

  • 19. apríl 2023
  • Fréttir
Yngri hliðin - Dagur Sigurðarson

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Anton Óskar Ólafsson var síðastur til að svara og skoraði hann á Dag Sigurðarson sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svörin frá Degi sem og nafn þess sem hann skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn? Dagur Sigurðarson

Gælunafn? Dagsi

Hestamannafélag? Geysir

Skóli? Laugalandsskóli í Holtum

Aldur? Á fimmtánda ári

Stjörnumerki? Sporðdreki

Samskiptamiðlar? Facebook, Instagram, Snapchat

Uppáhalds drykkur? Epla toppur

Hvaða rétt ertu bestur að elda? Pulsur

Uppáhaldsmatur? Pulsur

Uppáhalds matsölustaður? Pylsuvagninn á Selfossi

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Næturvaktin

Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens

Uppáhalds lag? Þessi fallegi Dagur

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð? Pick it up

Bað eða sturta? Sturta

Fyndnasti Íslendingurinn? Sigurður Ragnarsson

Uppáhalds árstími? Sumar

Hvað gerir þú til að slaka á? Tek mér blund

Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur? Hrútar

Uppáhalds ísbúð? Bæjarís

Besta bók sem þú hefur lesið? Ég er lítið fyrir það að lesa bækur

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðarber, daim og hindberjabrjóstsykur

Þín fyrirmynd? Mamma og pabbi

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Geri ekki upp á milli, þetta er það eina sem ég les

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Hef ekki mætt honum ennþá

Sætasti sigurinn? Suðurlandsmeistari í gæðingaskeiði 2022 á Trommu er það skemmtilegasta hingað til

Mestu vonbrigðin? Fjórgangur á Íslandsmóti 2021

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Fylgist ekki með fótbolta

Uppáhalds lið í enska boltanum? Fylgist ekki með fótbolta

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og afhverju? Kolskegg frá Kjarnholtum, Þetta er alvöru íslenskur gæðingur.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Aron Einar Ólafsson

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Viktor Óli er bráðmyndarlegur

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Pabbi

Besti knapi frá upphafi? Pabbi

Besti hestur sem þú hefur prófað? Kjarni frá Þjóðólfshaga

Uppáhalds staður á Íslandi? Heima er best

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Fer á facebook í símanum

Klukkan hvað ferðu á fætur? 07.35

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Fylgist aðeins með körfubolta en ekki af neinu viti

Í hverju varstu lélegastur í skóla? Dönsku

Í hverju varstu bestur í skóla? Samfélagsfræði

Vandræðalegasta augnablik? Þegar fjölskyldan átti að fara í myndatöku hjá Eiðfaxa og ég og bróðir minn áttum að vera berbakt á gömlum, alþægum hesti. Þegar var verið að teyma okkur á honum til ljósmyndarans úti á túni fékk hann rafstraum í sig, sleit tauminn og stakk sér niður allt túnið. Bróðir minn flaug af baki strax en ég hékk á í smá stund þar til hann beygði og ég flaug af. Við vorum ekkert rosa kátir á myndinni.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Pabba, Sigga Ragnars og Magnús Einarsson

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég er frábær í að elda pylsur

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Jói G, veit meira en maður heldur.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég veit það ekki

Lífsmottó? Einn dag í einu

 

Ég skora á Ragnar Snæ Viðarsson

 

Yngri hliðin – Anton Óskar Ólafsson

Yngri hliðin – Sigurveig Sara Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Emma Thorlacius

Yngri hliðin – Freydís Þóra Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ingibjörg Rós Jónsdóttir

Yngri hliðin – Björg Ingólfsdóttir

Yngri hliðin – Katrín Ösp Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ólöf Bára Birgisdóttir

Yngri hliðin – Rakel Gígja Ragnarsdóttir

Yngri hliðin – Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

Yngri hliðin – Sara Dögg Björnsdóttir

Yngri hliðin – Hrund Ásbjörnsdóttir

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar