„Þegar ég er komin við eldavélina þá er það merki fyrir hina að fara panta sér pizzu“

  • 3. mars 2023
  • Fréttir
Yngri hliðin - Freydís Þóra Bergsdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Ingibjörg Rós Jónsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Freydísi Þóru Bergsdóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.
Hér fyrir neðan má finna svörin frá Freydísi Þóru sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn? Freydís Þóra Bergsdóttir

Gælunafn? Freysa

Hestamannafélag? Skagfirðingur

Skóli? Háskólinn á Akureyri

Aldur? 20

Stjörnumerki? Bogamaður

Samskiptamiðlar? Instagram, Facebook og snapchat

Uppáhalds drykkur? Ís kaldur nocco

Hvaða rétt ertu best að elda? Þegar ég er komin við eldavélina þá er það merki fyrir hina að fara panta sér pizzu.

Uppáhaldsmatur? Kjöt í karrí ala mamma

Uppáhalds matsölustaður? Það er alltaf hægt að fá góðan mat á Hofsstaðir Country Hotel

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Örugglega Criminal minds eða friends

Uppáhalds tónlistarmaður? Jessie Murph

Uppáhalds lag? Sumarsaga með Þorvaldi Davíð

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð? Et Guttehjem

Bað eða sturta? Annað hvort svo lengi sem að hitinn á vatninu er rétt við suðu

Fyndnasti Íslendingurinn? Pony stjarnan Bjarni Jónasson

Uppáhalds árstími? Sumarið

Hvað gerir þú til að slaka á? Mála eða teikna

Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur? Fast & Furious

Uppáhalds ísbúð? Huppa

Besta bók sem þú hefur lesið? Á Ytri-Á

Kringlan eða Smáralind? Þetta er allt sami hluturinn fyrir mér

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Kökudeig, jarðarber og karamellu ídýfu

Þín fyrirmynd? Lýt mikið upp til Mömmu og pabba.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Enginn sem mér dettur í hug.

Sætasti sigurinn? Sumarið 22 var mjög gott, get ekki gert upp á milli A-úrslitanna í T1 eða ungmennaflokksins á landsmóti

Mestu vonbrigðin? Að við Burkni týndum skeiðinu á Holtavörðuheiðinni á leiðinni í fimmganginn í Meistaradeild ungmenna núna í seinustu viku.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Tindastóll

Uppáhalds lið í enska boltanum? Manchester United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Væri til að eiga gæðinga móðirina Álfadís frá Selfossi

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Þórgunnur og Hjördís Þórarinsdætur eiga eftir að ná langt

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Selfyssingurinn og sunnlenski draumurinn Ívar Örn Guðjónsson

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Pabbi, Bergur Gunnarsson. Hann kann alveg að hafa hesta góða.

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn.

Besti hestur sem þú hefur prófað? Vaka frá Narfastöðum er algjör gæðingur en Gola frá Ytra-Vallholti á alltaf mitt hjarta.

Uppáhalds staður á Íslandi? Heima á Narfastöðum

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Reyna slökkva á þessari maskínu sem ég kalla heila

Klukkan hvað ferðu á fætur? Það er eitthvað um átta

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Þegar Tindastól gengur vel í körfunni þá er gaman að fylgjast með þeim

Í hverju varstu lélegust í skóla? Íslensku og dönsku

Í hverju varstu best í skóla? Stærðfræði og náttúruvísindum

Vandræðalegasta augnablik? Úff það man ég ekki.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Ívar Örn, Jódísi Helgu og Kötu systir

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég ræktaði og á örugglega minnsta íslenska hest í heimi. Lúkas frá Narfastöðum sem er 113cm á herðar.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Jódís Helga Káradóttir. Metnaðarfyllri og áhugasamari manneskju er erfitt að finna.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Myndi spyrja Teit Árna hvar þessi fótaburða takki er sem hann er svo seigur að finna.

Lífsmottó? Þú ræður því ekki hvað hinir eru góðir. Eina sem þú getur gert er að passa að þú sért eins vel undirbúinn og þú getur.

 

Ég skora á Emmu Thorlacius

 

 

Yngri hliðin – Ingibjörg Rós Jónsdóttir

Yngri hliðin – Björg Ingólfsdóttir

Yngri hliðin – Katrín Ösp Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ólöf Bára Birgisdóttir

Yngri hliðin – Rakel Gígja Ragnarsdóttir

Yngri hliðin – Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

Yngri hliðin – Sara Dögg Björnsdóttir

Yngri hliðin – Hrund Ásbjörnsdóttir

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar