Tippari vikunnar – Guðni Halldórsson

Í síðustu umferð var það Gunnar Arnarson sem var með 6 rétta.
Tippari vikunnar í lokaumferðinni er Guðni Halldórsson formaður LH.
Guðni er einn harðasti stuðningsmaður West Ham á Íslandi, fyrrum ársmiðahafi á Upton Park og gengur jafnan í West Ham nærfötum.
Þetta hefur verið spennandi tímabil og gott fyrir mína menn. Lokaumferðin verður afar áhugaverð þó að sigurinn og fall úr deildinni sé orðið ljóst. Spennan er um evrópusætin þar sem óvæntar sviptingar munu eiga sér stað.
Spá Guðna er eftirfarandi
Arsenal 2-0 Brighton & Hove Albion sunnudag kl 15:00
Nallarnir eru á rönni með góða sigra í síðust fjórum deildarleikjum og eygja óvænta von um evrópusæti. Ég á von á því að þeir mæti beittir til leiks og skelli sunnlendingunum sem eru eflaust komnir með hugann við sumarfríið eftir að hafa bjargað sér frá falli. Arsenal mun með sigrinum stela evrópusætinu af erkióvinunum í Tottenham
Aston Villa 1-1 Chelsea sunnudag kl 15:00
Villa menn eru heitir eftir að hafa smellt Tottenham í síðustu umferð og mæta ferskir til leiks. Pressan er á Chelsea sem gætu þurft að horfa á eftir meistaradeildarsæti ef þeir misstíga sig. Ég held að þeir þoli ekki pressuna og tapi stigi og þar með meistaradeildarsætinu
Fulham 3-1 Newcastle United sunnudag kl 15:00
Fullham menn eru alveg heillum horfnir, hafa ekki unnið leik í næstum þrjá mánuði og eru löngu fallnir. Minn maður Scot Parker (á ennþá Parker treyjuna) nær að peppa sína menn upp og þeir mæta sultuslakir til leiks og allir að reyna að sýna sig í kveðjluleiknum og rúlla yfir norðanmennina
Leeds United 0-0 West Bromwich Albion sunnudag kl 15:00
Leedsarar hafa verið á flugi og ætla að enda tímabilið með stæl. Stóri-Sam er samt að fara að skemma fyrir þeim og stillir upp í steindautt jafntefli og mun fagna því með stórum bjór
Leicester City 5-0 Tottenham sunnudag kl 15:00
Tottenham blaðran er sprungin (ef það var þá einhverntíma loft í henni) og strákarnir hans Rogers mæta grimmir og valta yfir þá eins og þeir gerðu bæði við Liverpool og ManU. Með stórsigri tryggja þeir sér sæti í meistaradeildinni á kostnað Liverpool (á markamun) og Chelsea. Það er kannski smá óskhyggja í þessari spá þar sem fátt gleður meira en tap hjá Tottenham hvað þá stórtap
Liverpool 2-1 Crystal Palace sunnudag kl 15:00
Hinn 73ja ára reynslubolti og fyrrum stjóri Liverpool, Roy Hodgson, mætir á Anfield með ekkert gott í huga og mun valda Púllurum vandræðum. Nautið Benteke er að fara að skora í fimmta leiknum í röð. Liverpool vann fyrri leikinn 0-7 og hafa verið í miklu stuði undanfarið. Upphafleg spá var 1-1 en ritstjórn Eiðfaxa ritskoðaði spánna og eftir ritskoðun er spáin 2-1.
Manchester City 4-0 Everton sunnudag kl 15:00
Everton eiga séns á evrópusæti með sigri en City er ekki að fara að lyfta bikarnum eftir tap á heimavelli og eru alltaf að fara að rúlla yfir Gylfa og félaga
Sheffield United 0-1 Burnley sunnudag kl 15:00
Púff.. who cares? Þar sem það verður að teljast ólíklegt að bæði lið tapi þá ætla ég að veðja á að Sheffield næli sér í 30. tapið á tímabilinu og kóróni þannig ömurlegt tímabil. Skjótum á að Jói Berg skori ekki sigurmarkið sem kemur á 80. mínútu
West Ham United 3-1 Southampton sunnudag kl 15:00
Sannfærandi heimasigur hjá mínum mönnum skrifaður í skýin. 3-1 og minn maður Antonio með þrennu en Lingardinhio heldur sig hægum eins og í síðustu leikjum
Wolverhampton 0-2 Manchester United sunnudag kl 15:00
Úlfarnir eru heillum horfnir og töpuðu meira að segja fyrir Tottenham um daginn. Auðveldur útisigur hjá drengjunum hans Ole sem fá líklega 2 víti og Fernandes skorar úr þeim báðum
Staðan:
Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir
Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir
Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir
Jón Kristófer Sigmarsson 5 réttir
Konráð Valur Sveinsson 5 réttir
Baldvin Ari Guðlaugsson 5 réttir
Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir
Jón Þorberg Steindórsson 4 réttir