Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Hinrik Bragason

  • 7. maí 2021
  • Fréttir

Hinrik Bragason á Old Trafford

34. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í kvöld.

Í síðustu umferð var það Árni Björn Pálsson sem var með 6 rétta en ennþá eiga Liverpool og Manchester united eftir að spila, svo ef hans spá gengur eftir á hann möguleika á 7 réttum.

Tippari vikunnar að þessu sinni er Hinrik Bragason stórknapi, hrossaræktandi, hrossaútflytjandi og fleira og fleira! Hann er mikill stuðningsmaður Manchester United og fylgist vel með boltanum.

Hann spáir að umferðin fari svona:

 

Leicester City 2-0 Newcastle United föstudag kl 19:00

Vardy og Ihenacho skora mörkin

 

Leeds United 3-3 Tottenham laugardag kl 11:30

Opinn markaleikur. Tottenham lausir við Mourinho og finnst geggjað að vera í sókn

 

Sheffield United 1-1 Crystal Palace laugardag kl 14:00

 

Manchester City 0-1 Chelsea  laugardag kl 16:30

Liðið sem vinnur þennan leik tapar sennilega úrslitaleik meistaradeildarinnar. Ég held að Chelsea vinni þennan leik

 

Liverpool 1-1 Southampton laugardag kl 19:15

Southampton menn fá víti á 90 mínutu og jafna leikinn. Þá ráðast stuðningsmenn Liverpool inná Anfield og heimta að Southampton skili Danny Ings sem skoraði úr vítaspyrnunni og vilja láta þá fá Virgil Van Dijk aftur til baka.

 

Wolverhampton 2-1 Brighton & Hove Albion sunnudag kl 11:00

 

Aston Villa 1-3 Manchester United sunnudag kl 13:05

Góður sigur hjá Manchester United

 

West Ham United 1-1 Everton sunnudag kl 15:30

Verulega mikið undir hjá báðum liðum.

 

Arsenal 3-0 West Bromwich Albion sunnudag kl 18:00

Öruggur sigur hjá Arsenal

 

Fulham 1-2 Burnley mánudag kl 19:00

Chris Wood skorar bæði mörk Burnley

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar