„Varð Íslandsmeistari í körfubolta með drengjaflokki Tindastóls seint á síðustu öld“

  • 13. október 2022
  • Fréttir
Hin hliðin á Þórarni Eymundssyni

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það Þórarinn Eymundsson Reiðkennari og tamningamaður á Sauðárkróki sem tók áskorun Kristins Hugasonar og sýnir á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn: Þórarinn Eymundsson

Gælunafn: Tóti

Starf: Reiðkennari og tamningamaður

Aldur: 45 að mig minnir

Stjörnumerki: Steingeit og tengi vel við hana

Blóðflokkur: O mínus og því eftirsóttur í blóðbankanum

Skónúmer: 42

Hjúskaparstaða: Kvæntur

Uppáhalds drykkur: Fer eftir stað og stund

Uppáhaldsmatur: Nautasteik (helst af fyrstakálfs kvígu)

Uppáhalds matsölustaður:  Enginn

Hvernig bíl áttu: GMC trukk og gamla Corollu

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Hef horft á Vikings þættina og haft gaman af

Uppáhalds leikari: Erfitt val en Þorsteinn Bachmann er uppáhalds íslenski

Uppáhalds Íslenski  tónlistarmaðurinn: ÚlfurÚlfur

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Adele

Uppáhalds lag: Kvöldbíðan lognværa

Fyndnasti Íslendingurinn: Eysteinn Leifs og Þorsteinn Björnsson í stuði

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Hef ekki opnað þá síðar nefndu

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kann betur við lítinn í brauði með dýfu

Þín fyrirmynd: Sigga mín

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Sá óheiðarlegi og freki

Sætasti sigurinn: Mörg persónuleg markmið sem hafa lukkast en upp úr standa tvö gull á HM

Mestu vonbrigðin: Þrjú silfur á HM

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Tindastóll allan daginn

Uppáhalds lið í enska boltanum:  Liverpool allan daginn

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Hrímni frá Hrafnagili því hann var svo guðdómlega fallegur og góður.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Dætur mínar en ekki alveg hlutlaust svar. Ótrúlega margir efnilegir knapar að koma upp.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Dætur mínar 🙂

Besti knapi frá upphafi: Miðað við afrek hugsa ég um Didda og Sigga Sig. Þorvaldur Árni er listamaður í hnakknum.

Uppáhalds hestalitur: Gæðingurinn er fallegur á litinn

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Púff erfitt en upp í hugan kemur Náttfari Ytra-Dalsgerði. Gleymi aldrei þegar ég sá Gými frá Vindheimum

Besti hestur sem þú hefur prófað: Á hægu tölti og brokki er það Kraftur frá Bringu en á skeiði er það Þóra frá Prestsbæ. Ólýsanleg bæði tvö. En þegar allt er undir get ég ekki gert upp á milli Hrannars frá Flugumýri eða Þráins frá Flagbjarnarholti, ólíkir en frábærir.

Uppáhalds staður á Íslandi: Hálendið og þá sérstaklega ríðandi á Eyvindarstaðaheiðinni

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Það er nú misjafnt en oft að hugsa um morgundaginn

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já töluvert en aðallega íslenskum körfubolta og gengi Púllarana

Í hverju varstu lélegastur í skóla: Stafsetningu

Í hverju varstu bestur í skóla: Íþróttum

Vandræðalegasta augnablik: Búinn að gleyma

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Magga Magg á Íbis, Þorvald Kristjáns á Holtinu og Víking Gunnars á Hólum. Lífskúnstnerar hver á sinn hátt. Það yrðu líflegar umræður og stutt í húmorinn.

Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Varð Íslandsmeistari í körfubolta með drengjaflokki Tindastóls seint á síðustu öld

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Ísólfur Líndal Þórisson er vinur sem hægt er að treysta og vinnur alltaf á.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Franska reiðmeistarann François Robichon de La Guérinière hvernig honum líki við töltið

 

Ég skora á Þorstein Björnsson á Hólum að sína á sér hina hliðina

 

Hin hliðin – Kristinn Hugason

Hin hliðin – Guðmundur Viðarsson

Hin hliðin – Hermann Árnason

Hin hliðin – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Bjarni Pétur Maronsson

Hin hliðin – Tryggvi Ágústsson

Hin hliðin – Kristinn Guðnason

Hin hliðin – Angantýr Þórðarson

Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson

Hin hliðin – Heimir Gunnarsson

Hin hliðin – Gísli Guðjónsson

Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir

Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Telma L. Tómasson

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar