„Gerðist leikari um 10 ára aldur“
Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.
Að þessu sinni er það Hans Þór Hilmarsson bústjóri á Hjarðartúni sem tók áskorun Þorsteins Björnssonar og sýnir á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Hans Þór Hilmarsson
Gælunafn: Hansi
Starf: Tamningamaður og reiðkennari
Aldur: 39 ára
Stjörnumerki: Hrútur
Blóðflokkur: Ekki gott að segja
Skónúmer: 40
Hjúskaparstaða: Trúlofaður Arnhildi Helgadóttur
Uppáhalds drykkur: Coke
Uppáhaldsmatur: Lambahryggur með brúnuðum kartöflum
Uppáhalds matsölustaður: Sushi Social
Hvernig bíl áttu: Skoda Octavia, konan mín er svo nísk að hún leyfir mér ekki að kaupa betri bíl
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of thrones
Uppáhalds leikari: Adam Sandler
Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Herra Hnetusmjör
Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Ég hlusta mest megnis á íslenska tónlist svo ég á engan þarna
Uppáhalds lag: Pour sugar on me með Kaleo
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann
Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Klárlega stóðhestabókin
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Draumurinn í Huppu. Það er held ég jarðaber, mars, daim og karamellusósa
Þín fyrirmynd: Ég á held ég enga eina fyrirmynd. Ég reyni að taka það sem mér finnst sniðugt eða gott sama hvaðan það kemur hvort sem er í lífinu eða reiðmennsku.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Helvítið hann Konráð Valur sérstaklega á Kjarki 🙂
Sætasti sigurinn: Klárlega sigurinn á Landsmóti í 7 vetra flokki stóðhesta í sumar á Sindra frá Hjarðartúni
Mestu vonbrigðin: Ég reyni að hugsa sem minnst um þau en ég var mikið svekktur út í sjálfan mig eftir forkeppni í A-flokki 2014 á Kiljan frá Steinnesi
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Ég fylgist lítið með íslenskum bolta
Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Dögg frá Breiðholti. Algjör gæðingur og hefur verið gríðarlega farsæl ræktunarhryssa.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Anna María Bjarnadóttir
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Þórarinn Ragnarsson sérstaklega þegar hann hafði hár en það man enginn eftir því lengur.
Besti knapi frá upphafi: Árni Björn Pálsson
Uppáhalds hestalitur: Brúnn/svartur en einhvernveginn hefur rauður eða rauðblesótt loðað leiðinlega við mig
Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Sindri frá Hjarðartúni
Besti hestur sem þú hefur prófað: Sindri frá Hjarðartúni
Uppáhalds staður á Íslandi: Mér líður bara mjög vel heima hjá mér
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Set á mjög tilgangslausan þátt í ipadinn
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist með enska og svo íslenska handboltalandsliðinu
Í hverju varstu lélegastur í skóla: Tungumálum
Í hverju varstu bestur í skóla: Íþróttum
Vandræðalegasta augnablik: Ég á slatta af þeim. Það var mög vandræðalegt að liggja á hurðinni hjá Ísólfi Líndal um miðja nótt í laufskálaréttum og fá hann svo til dyra algjörlega með hárblásarann. Ég var semsagt með gistingu hjá Steina en hann bjó í næstu blokk.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tóta í Vesturkoti til að létta lundina og segja manni að þetta verði ekkert mál. Helga Eyjólfs til að reyna að búa eitthvað til fyrir okkur þar sem hann mjög laghentur og John Kristinn, Hann er mikill ævintýramaður og elskar að finna upp á einhverju og færi létt með að bjarga sér um mat og þar af leiðandi okkur
Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Ég gerðist leikari um 10 ára aldur og lék í kvikmynd, nokkrum þáttum og auglýsingum. Það stóð nú ekki yfir í mörg ár.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Auðunn Kristjáns. Hann hefur mjög góða nálgun á hrossum og ég hef ekki ennþá fundið þann hest sem hann finnur ekki eitthvað jákvætt við. Það er góður eiginleiki að hafa.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Ég held að ég myndi spyrja Pútin hvort það væri ekki kominn tími á að farga sér.
Ég skora á meistarann Auðunn Kristjánsson
Hin hliðin – Þorsteinn Björnsson
Hin hliðin – Þórarinn Eymundsson
Hin hliðin – Guðmundur Viðarsson
Hin hliðin – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Hin hliðin – Bjarni Pétur Maronsson
Hin hliðin – Tryggvi Ágústsson
Hin hliðin – Kristinn Guðnason
Hin hliðin – Angantýr Þórðarson
Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson
Hin hliðin – Heimir Gunnarsson
Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir
Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Hin hliðin – Telma L. Tómasson
Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir
Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir
Hin hliðin – Siguroddur Pétursson
Hin hliðin – Páll Bragi Hólmarsson
Hin hliðin – Sigríður Pjetursdóttir
Hin hliðin – Pjetur Nikulás Pjetursson
Hin hliðin – Fjóla Viktorsdóttir
Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson
Hin hliðin – Halldór Victorsson
Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir
Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson