„Ég hef farið ríðandi yfir heimskautsbaug í Grímsey“

  • 11. nóvember 2022
  • Fréttir
Hin hliðin á Þorsteini Björnssyni

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það Þorsteinn Björnsson reiðkennari á Hólum sem tók áskorun Þórarins Eymundssonar og sýnir á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn: Þorsteinn Björnsson

Gælunafn: Steini

Starf: Reiðkennari og þjálfari

Aldur: 42

Stjörnumerki: Fiskur

Blóðflokkur: Hef ekki hugmynd

Skónúmer: 43

Hjúskaparstaða: Giftur

Uppáhalds drykkur: Pepsi max

Uppáhaldsmatur: Fiskur er fiskur og kjöt er matur

Uppáhalds matsölustaður: Ég fer oft á Skalla þegar ég er er í Reykjavík

Hvernig bíl áttu: Kia sorento

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones

Uppáhalds leikari: Anthony Hopkins

Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Bubbi

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Jhonny Cash

Uppáhalds lag: Hamingjan með Ðe lónlí blú bojs

Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Hef aldrei opnað hrútaskrá

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kókosbollu, Bounty og jarðaber

Þín fyrirmynd: Ég hef nú haft margar fyrirmyndir i gegnum tíðina en móðurbróðir minn Þröstur Jóhannesson stendur fremstur meðal jafningja.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Ég hef ekki mætt neinum óþolandi enn þá

Sætasti sigurinn: Það stendur nú ekkert sérstakt upp úr grasinu í mínum huga.

Mestu vonbrigðin: Ég hef nú reynt að gleyma þeim jafn óðum og þau gerast og er nokkuð fljótur að því.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Hef alltaf haldið með KA og svo er það Tindastóll.

Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool allan daginn.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Það er ekki spurning um að það er Drafnar frá Akureyri sem var fyrsti alvöru gæðingurinn sem ég eignaðist og ég lærði gríðarlega mikið af honum og væri til í að fá hann í hendur núna þegar ég veit aðeins meira um hesta.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Það eru gríðarlega margir ungir og efnilegir knapar á ferðinni.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Það hjóta að vera vinir mínir Konráð Valur Sveinsson og Sigurður Heiðar Birgisson

Besti knapi frá upphafi: Reynir Aðalsteins kemur upp í hugann

Uppáhalds hestalitur: Brúnskjóttur eða grár

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Sindri frá Hjarðartúni er sennilega besti hestur sem ég hef séð.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Ég hef verið heppinn að fá að koma á bak á mjög mörgum gæðingum í gegnum tíðina og erfitt að velja einn en ég segi Galsi frá Sauðárkróki

Uppáhalds staður á Íslandi: Skjóldalur í Eyjafirði

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fara upp í rúm.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fótbolta og körfubolta og handbolta og eiginlega öllum íþróttum sem ég sé og hef tíma til að horfa á.

Í hverju varstu lélegastur í skóla: Að leggja mig fram við að læra.

Í hverju varstu bestur í skóla: Að finna auðveldu leiðina.

Vandræðalegasta augnablik: Sem betur fer er ég fljótur að gleyma en það situr alltaf í mér þegar ég datt tvisvar sinnum af í sömu fimmgangssýningunni fyrir fullri Svaðastaðhöll fyrir 20 árum

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Konráð Val Sveinsson og Sigurð Heiðar Birgisson og þúsundþjalasmiðinn Berg Gunnarsson á Narfastöðum til að redda því sem þarf að redda.

Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Ég hef farið ríðandi yfir heimskautsbaug í Grímsey

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Eyjólfur Ísólfsson fyrir það hvað hann er mikill ljúflingur, hafsjór af fróðleik og mikill hestamaður.

 

 

Ég skora á risasmáa vin minn Hans Þór Hilmarsson

 

 

Hin hliðin – Þórarinn Eymundsson

Hin hliðin – Kristinn Hugason

Hin hliðin – Guðmundur Viðarsson

Hin hliðin – Hermann Árnason

Hin hliðin – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Bjarni Pétur Maronsson

Hin hliðin – Tryggvi Ágústsson

Hin hliðin – Kristinn Guðnason

Hin hliðin – Angantýr Þórðarson

Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson

Hin hliðin – Heimir Gunnarsson

Hin hliðin – Gísli Guðjónsson

Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir

Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Telma L. Tómasson

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar