„Með comeback úr þröngu færi“

  • 15. desember 2022
  • Fréttir
Hin hliðin á Auðunni Kristjánssyni

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það Auðunn Kristjánsson sölumaður hjá Líflandi á Hvolsvelli sem tók áskorun Hans Þórs Hilmarssonar og sýnir á sér hina hliðina.

 

 

Fullt nafn: Auðunn Kristjánsson

Gælunafn: Ekkert gælunafn

Starf: Sölumaður hjá Líflandi

Aldur: 49

Stjörnumerki: Tvíburi

Blóðflokkur: O eitthvað

Skónúmer: 43

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Uppáhalds drykkur: Blár kristall

Uppáhaldsmatur: Lambafille

Jólamaturinn er: Hamborgarhryggur

Uppáhalds matsölustaður: Kaffi Krús

Hvernig bíl áttu: Land Cruiser 120

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders

Uppáhalds leikari: Cillian Murphy

Uppáhalds Íslenski  tónlistarmaðurinn: Bubbi Morthens

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Johnny Cash.

Uppáhalds lag: Crazy með Seal.

Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Stóðhestabókin.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hef ekki þolinmæði í að bíða eftir bragðaref, fæ mér frekar súkkulaðijarðaberjashake.

Þín fyrirmynd: Engin ein fyrirmynd.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Enginn ennþá.

Sætasti sigurinn: Heimsmeistari í fimmgangi árið 1999 á Baldri frá Bakka.

Mestu vonbrigðin: Að slasast ólánslega og þurfa að hætta að vera atvinnuhestamaður.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Valur

Uppáhalds lið í enska boltanum: Vel mér lið á hverju hausti, Arsenal þetta tímabilið.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Baldur frá Bakka. Hann mundi smellpassa að öllum þeim kröfum sem gerðar eru til keppnis- og reiðhesta í dag, og án efa komast i fremstu röð. Gaman að þjálfa og ríða á afrekshestgerð sem hægt er að leifa öðum að prófa áhyggjulaust án ofurleiðbeininga.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Ótrúlega margir efnilegir knapar að koma upp, hef engar forsendur til að velja einn úr sérstaklega. Er svo ekki aðalmarkmiðið að efnilegir verði alvörugóðir.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Anna María Bjarnadóttir frænka mín er falleg stúlka og góð.

Besti knapi frá upphafi: Dressur knapinn Kyra Kyrklund, hún var lengi á toppnum, komið nemendum sínum á toppinn. Og gefið út auðskilið og hnitmiðað kennsluefni.

Uppáhalds hestalitur: Rauðblesóttur glófextur.

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Erfið spurning, ég segi  Sindri frá Hjarðartúni, hann er einstakur á svo marga vegu.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Besti hestur sem ég hef verið með er Baldur auðvitað hann stendur líka næst hjartanu. Ég verð að miða við þá hesta sem ég hef fengið að prófa og beita af einhverju viti, þá er það Geisli frá Sælukoti, það var mögnuð upplifun að prófa hann.

Uppáhalds staður á Íslandi: Foss á Rangárvöllum.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tryggja vekjaraklukkuna.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já hef gaman af flestum íþróttum.

Í hverju varstu lélegastur í skóla: Stafsetningu

Í hverju varstu bestur í skóla: Stærðfræði.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég týndi keðjunni af stöngunum hans Loga á æfingu á Hellu fyrir HM99, ég tók það allavega á mig. Ég, stuðningsteymið og landsliðseinvaldurinn vorum ein eftirmiðdag á fjórum fótum ígrasbrekkunni að leita í það minnsta. Ég hef reyndar svipast um eftir keðjunni æ síðan. Ég
auglýsi hér með eftir þéttofinni keðju, frekar langri og aðeins breiðari en flestar. Ef einhver hefur fundið hana.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Sigga Óskars hann er einstaklega skemmtilegur, lausnarmiðaður og góður í erfiðum aðstæðum. Ævar Örn með gítarinn mundi sjá um létta og þægilega stemmningu. Við stigumst líka í kringum 3,5 á holdarstigunarkvarða RML sem getur ekki verið slæmt fyrir svona ferð. Svo er það þriðji maðurinn ólíkind tólið Logi Laxdal. Ég var spurður fyrir ca.20 árum hvaða vin þinn tækir þú með í stríð (svona Saving private Ryan aðstæður) myndi treysta Laxa 100% fyrir lífi mínu. En núna er allt breytt. Laxi stigast á milli 4-5. Ég vil honum vel og tek því sjénsinn á honum, það bætir enginn á sig í svona úthaldi. Ég sé þetta fyrir mér, í fyrstu leikur allt í lyndi Óskarson að grilla í kvöldsólinni. Brandarar og sögur fljúga á milli og Ævar sér um ljúfa tóna og Logi í essinu sínu, meira að segja búinn að teikna upp og sjá fyrir sér skeiðbraut á ströndinni. En stemmningin súrnar fljótt. Fljótlega fer minn maður að færa sig uppá skaftið og taka sífellt meiri stjórn svo glittir í vígtennurnar. Það er neyðarástand í uppsigling, en einmitt þá er hugurinn skarpastur. Sársvangir hugsandi með skelfingu til þess sem við eigum í vændum, finnum við leið til að koma okkur öllum af þessari eyðieyju.

Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Að komast í A-úrslit á LM á Penna frá Eystra-Fróðholti, með comeback úr þröngu færi.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Sigurður Matthíasson er ótrúlegur, leysir oft erfið og hæpin verkefni á keppnisvellinum í öllum greinum og fer tiltölulega létt með það, þótt ég viti vel að það sé honum auðvelt kemur það oft á óvart. Verð að minnast á Hansa líka, vissi svo sem að hross eru hlaupaglöð með hann á baki, en í alvöru, fjandinn hafi það ég átti ekki von á þessum sprengjum.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Hef lengi langað að spyrja Jólasveininn, af hverju fékk ég svona oft kartöflu í skóinn.

 

Ég skora á skeiðmeistarann Loga Þór Laxdal að sýna á sér hina hliðina og drífa sig jafnframt í átak og mæta á brautina í vor.

 

Auðunn og Baldur frá Bakka á góðri stund á HM 1999

 

 

Hin hliðin – Hans Þór Hilmarsson

Hin hliðin – Þorsteinn Björnsson

Hin hliðin – Þórarinn Eymundsson

Hin hliðin – Kristinn Hugason

Hin hliðin – Guðmundur Viðarsson

Hin hliðin – Hermann Árnason

Hin hliðin – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Bjarni Pétur Maronsson

Hin hliðin – Tryggvi Ágústsson

Hin hliðin – Kristinn Guðnason

Hin hliðin – Angantýr Þórðarson

Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson

Hin hliðin – Heimir Gunnarsson

Hin hliðin – Gísli Guðjónsson

Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir

Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Telma L. Tómasson

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar