„Ég er helvíti flottur þó ég segi sjálfur frá“

  • 27. september 2023
  • Fréttir
Yngri hliðin - Haukur Orri Bergmann Heiðarsson

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Hauk Orra Heiðarsson sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svörin frá Hauki sem og nafn þess sem hann skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn? Haukur Orri Bergmann Heiðarsson

Gælunafn? Er oft kallaður Orri

Bæjarfélag? Grundfirðingur en er nýfluttur á Selfoss

Hestamannafélag? Hestamannafélagið Snæfellingur

Skóli? Sunnulækjarskóli

Aldur? 13 ára

Stjörnumerki? Krabbi

Samskiptamiðlar? Snap

Uppáhalds drykkur? Appelsín

Hvaða rétt ertu bestur að elda? Egg og bacon er minn sérréttur

Uppáhaldsmatur? Pizza

Uppáhalds matsölustaður? Dominos

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Rust Valley restorers

Uppáhalds tónlistarmaður? Fer eftir í hvaða skapi ég er í

Uppáhalds lag? Ég er mikil alæta á tónlist og hlusta mikið á tónlist en erfitt að velja eitthvað eitt lag.

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð? Í Dalinn með FM95BLÖ

Bað eða sturta? Sturta

Fyndnasti Íslendingurinn? Laddi

Uppáhalds árstími? Sumar

Hvað gerir þú til að slaka á? Horfa á sjónvarpið

Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur? Cars

Uppáhalds ísbúð? Huppa

Besta bók sem þú hefur lesið? Ég hef lesið margar góðar

Kringlan eða Smáralind? Hvorugt

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Mars, hocky pulver og nóa kropp

Þín fyrirmynd? Foreldrar mínir

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Reyni að spá sem minnst í aðra á keppnisvellinum og einbeiti mér að því sem ég er að gera.

Sætasti sigurinn? 4. sætið á Landsmóti 2022 á Hellu

Mestu vonbrigðin? Á Íslandsmótinu í sumar þegar ég var búinn að gera rosa góða sýningu á Hrynjanda frá Kviku í barnaflokki en rétt í lok sýningar stökk hann út af og við gerðum ógilt.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Fylgist lítið með íslenska boltanum

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Ég myndi vilja eiga Bárð frá Melabergi, mér finnst hann vera alveg geggjaður.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Ég er helvíti flottur þó ég segi sjálfur frá 🙂

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Erfitt að gera upp á milli, þekki marga snillinga

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn Pálsson

Besti hestur sem þú hefur prófað? Hnokki frá Reykhólum, hann getur allt og við erum miklir vinir

Uppáhalds staður á Íslandi? Grundarfjörður

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum

Klukkan hvað ferðu á fætur? Ég stilli klukkuna á 7:00

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Horfi stundum á enska boltann.

Í hverju ertu lélegastur í skóla? Stærðfræði

Í hverju ertu bestur í skóla? Íþróttum

Vandræðalegasta augnablik? pass

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Systur mínar þrjár, þær eru miklir snillingar og okkur myndi aldrei leiðast 🙂

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég spila á gítar og bassa

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Siguroddur Pétursson, hann hefur kennt mér mikið, fylgist alltaf með hvernig mér gengur og er mjög skemmtilegur.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Úff, þessi er erfið

Lífsmottó? Gera betur í dag en ég gerði í gær

 

Ég skora á Hörpu Dögg Bergmann Heiðarsdóttur

 

Yngri hliðin – Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir

Yngri hliðin – Matthías Sigurðsson

Yngri hliðin – Ragnar Snær Viðarsson

Yngri hliðin – Dagur Sigurðarson

Yngri hliðin – Anton Óskar Ólafsson

Yngri hliðin – Sigurveig Sara Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Emma Thorlacius

Yngri hliðin – Freydís Þóra Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ingibjörg Rós Jónsdóttir

Yngri hliðin – Björg Ingólfsdóttir

Yngri hliðin – Katrín Ösp Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ólöf Bára Birgisdóttir

Yngri hliðin – Rakel Gígja Ragnarsdóttir

Yngri hliðin – Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

Yngri hliðin – Sara Dögg Björnsdóttir

Yngri hliðin – Hrund Ásbjörnsdóttir

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar