„Ég opna alltaf augun tíu mínútur í sjö“
Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.
Að þessu sinni er það Styrmir Árnason knapi og tamningamaður í Þýskalandi sem tók áskorun Loga Laxdal og sýnir á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Sigurður Styrmir Árnason
Gælunafn: Stymmi
Starf: Sjálfstætt starfandi við hestamennsku.
Aldur: 53
Stjörnumerki: Sporðdreki
Blóðflokkur: A eitthvað
Skónúmer: 43
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Uppáhalds drykkur: Vatn
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Ég er ágætur að sjóða Pylsur. Þær geta þó sprungið hjá mér!
Uppáhaldsmatur: Íslenskur hversdagsmatur alls konar þegar ég kem til Íslands.
Uppáhalds matsölustaður: Gott Steikhús að öllu jöfnu.
Hvernig bíl áttu: Það eru nokkrir til.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Horfi sem minnst á sjónvarp
Uppáhalds leikari: John Travolta
Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Bubbi
Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Elvis Presley
Uppáhalds lag: Paradise by the Daschboard lights með Meatloaf
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Paradise by the Daschboard lights
Bað eða sturta: Sturta
Fyndnasti Íslendingurinn: Logi Laxdal. Hann kemur oft með þvílíkt fyndnar viðskiptahugmyndir!
Te eða kaffi: Kaffi
Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Fyndið að það skuli vera til hrútaskrá líka. Eru þeir ekki allir eins?
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Bragðarefur, hvað er það?
Þín fyrirmynd: Afi minn.
Við hvað ertu hræddur: Veikindi og gjaldþrot.
Uppáhalds árstími: Sumartíminn
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Pulp Fiction.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Margir svakalega leiðinlegir.
Sætasti sigurinn: HM 2005 með Hlyn frá Kjarnholtum
Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki fattað strax að vonbrigði eru til að læra af þeim.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Fylkir
Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Það er Mjög erfitt að segja! Ég er reyndar viss um að það hafi aldrei verið til betri hestar heldur en í núinu! Sennilega myndi ég velja Álfaklett út frá því séð.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Ég er ekki nógu mikið inni í því til að geta svarað því.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Rúna Einarsdóttir að sjálfsögðu.
Besti knapi frá upphafi: Að upplaginu til Tómas Ragnarsson, hann var náttúrusnillingur strax sem barn og unglingur.
Uppáhalds hestalitur: Svartur
Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Ég get ekki svarað því það eru og hafa verið til svo margir frábærir.
Besti hestur sem þú hefur prófað: Ég hef verið heppinn að hafa fengið að kynnast mörgum góðum. Sennilega er Hlynur frá Kjarnholtum í heildina besti hestur sem ég hef náð að kynnast til þessa.
Uppáhalds staður á Íslandi: Vatnsenda og Víðidals svæðið.
Hvað gerir þú til að slaka á: Ég reyni að hvíla mig.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Það er mjög misjafnt.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Ég opna alltaf augun tíu mínútur í sjö.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já hef gaman af flestum iþróttum. Mest fótbolta samt.
Í hverju varstu lélegastur í skóla: Sennilega í tölvufræði. Það var ömurlega leiðinlegt.
Í hverju varstu bestur í skóla: Tungumálin lágu vel fyrir mér.
Vandræðalegasta augnablik: Það eru svosem mörg. En ég sölusýndi einu sinni vitlausan hest sem var í vitlausri stíu og tók allt of seint eftir því. Hann var í eigu kunningjafólks míns og þetta varð þvílíkt vesen.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Það sem ég varð bara.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Albert Jóns ,Sigga Sig og Dabba Jóns. Þá væru menn nú ekki að hafa áhyggjur og allt myndi nú reddast.
Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Að vera búinn að búa 33 ár í Þýskalandi samfleytt.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Albert Jónson. Af því að hann er mikill mannvinur og snillingur á allan hátt.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Berti! Hvernig er hægt að vera svona slakur?
Lífsmottó: Reyna að vera slakur.
Ég skora á Hauk Tryggvason
Hin hliðin – Auðunn Kristjánsson
Hin hliðin – Hans Þór Hilmarsson
Hin hliðin – Þorsteinn Björnsson
Hin hliðin – Þórarinn Eymundsson
Hin hliðin – Guðmundur Viðarsson
Hin hliðin – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Hin hliðin – Bjarni Pétur Maronsson
Hin hliðin – Tryggvi Ágústsson
Hin hliðin – Kristinn Guðnason
Hin hliðin – Angantýr Þórðarson
Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson
Hin hliðin – Heimir Gunnarsson
Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir
Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Hin hliðin – Telma L. Tómasson
Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir
Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir
Hin hliðin – Siguroddur Pétursson
Hin hliðin – Páll Bragi Hólmarsson
Hin hliðin – Sigríður Pjetursdóttir
Hin hliðin – Pjetur Nikulás Pjetursson
Hin hliðin – Fjóla Viktorsdóttir
Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson
Hin hliðin – Halldór Victorsson
Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir
Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson