„Það hjálpar í öllu að vera kurteis, jákvæð og þakklát“

  • 18. september 2023
  • Fréttir
Yngri hliðin - Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir

Yngri hliðin hefur verið í sumarleyfi en heldur nú áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Til að ríða á vaðið fengum við unga hestastelpu í Kópavogi Jóhönnu Sigurlilju Sigurðardóttir sem sínir okkur hina hliðina.

 

Fullt nafn? Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir.

Gælunafn? Ég er ekki með gælunafn, er bara alltaf kölluð Sigurlilja.

Hestamannafélag? Sprettur.

Skóli? Kóraskóli (unglingadeildin í Hörðuvallaskóla).

Aldur? 13 ára gömul.

Stjörnumerki? Meyja.

Samskiptamiðlar? Snap.

Uppáhalds drykkur? Vatn.

Hvaða rétt ertu best í að elda? Eitthvað auðvelt eins og hakk og spagettí.

Uppáhaldsmatur? Tacos og bao bun.

Uppáhalds matsölustaður? Mathöllin á Selfossi.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Horfi ekki mikið á sjónvarp.

Uppáhalds tónlistarmaður? Örugglega Bríet.

Uppáhalds lag? Dancing Queen með Abba.

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð? Dancing Queen, This is me og From now on.

Bað eða sturta? Sturta.

Fyndnasti Íslendingurinn? Rúna frænka mín.

Uppáhalds árstími? Annað hvort á vorin þegar maður finnur vorilminn eða á sumrin þegar farið er í hestaferðir og keppt.

Hvað gerir þú til að slaka á? Ég tala við mömmu og pabba.

Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur? Konung ljónanna (Lion king)

Uppáhalds ísbúð? Valdís.

Besta bók sem þú hefur lesið? Dóttir hafsins.

Kringlan eða Smáralind? Smáralind.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Ég borða ekki bragðarefi.

Þín fyrirmynd? Pabbi.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Ég hef ekki hitt neinn óþolandi. Þeir eru bara allir mis stórt verkefni.

Sætasti sigurinn? Sjötta sæti á landsmóti, þriðja sæti í tölti og fjórgangi á Íslandsmóti í fyrra á Laufa og annað sætið í fjórgangi á Suðurlandsmótinu í sumar á Radíusi.

Mestu vonbrigðin? Þegar töltið á Íslandsmótinu heppnaðist ekki hjá okkur Gusti í sumar.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Fylgist ekkert með íslenska boltanum.

Uppáhalds lið í enska boltanum? Er ekki mikill aðdáandi af enska boltanum en ef það væri eitthvað þá væri það Liverpool.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Ég myndi velja Bárð, hann er með svo æðislegt tölt og útgeislun. Það er örugglega töfrandi að sitja hann.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Það eru svo margir góðir knapar sem eru efnilegir en Herdís Björg Jóhannsdóttir er efst hjá mér.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Pass

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Mamma það er svo gaman að fara með henni í reiðtúra.

Besti knapi frá upphafi? Reynir Aðalsteinsson

Besti hestur sem þú hefur prófað? Laufi frá Syðri – Völlum.

Uppáhalds staður á Íslandi? Hálendið í hestaferð.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Kveikja á vekjaraklukkunni, snúa mér við og sofna.

Klukkan hvað ferðu á fætur? 7 á virkum dögum en 8-9 um helgar.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei

Í hverju ertu lélegust í skóla? Allan daginn í ensku.

Í hverju ertu best í skóla? Stærðfræði.

Vandræðalegasta augnablik? Þegar ég og tvær vinkonur mínar vorum í hestasumarbúðum og það átti að taka nammi til að deila með öllum hópnum á lokakvöldinu. Þegar við komum í sumarbúðirnar þá röðuðum við namminu á náttborðin okkar. Það fór að léttast á náttborðunum þegar tíminn leið. Þegar kom að lokakvöldið var allt nammið búið. Þetta æxlaðist þannig að ég endaði með að þurfa að útskýra fyrir öllum hópnum hvað varð um nammið.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Ég myndi taka Kristínu Rut því að hún er hress og jákvæð, Kristínu Elku og Írisi. Ég held samt að loka niðurstaðan væri að taka með hesta.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég er með mikla lesblindu.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Ég dæmi ekki fólk fyrirfram og reyni bara að kynnast því hægt og rólega.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég myndi spyrja Jóhönnu Margréti um vegferðina með Bárð, hvað hún gerði þegar gekk illa og hvernig hún vann með hestinn til að láta drauminn verða að veruleika.

Lífsmottó? Það hjálpar í öllu að vera kurteis, jákvæð og þakklát.

 

Ég skora á Hauk Orra Heiðarsson

 

 

Yngri hliðin – Matthías Sigurðsson

Yngri hliðin – Ragnar Snær Viðarsson

Yngri hliðin – Dagur Sigurðarson

Yngri hliðin – Anton Óskar Ólafsson

Yngri hliðin – Sigurveig Sara Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Emma Thorlacius

Yngri hliðin – Freydís Þóra Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ingibjörg Rós Jónsdóttir

Yngri hliðin – Björg Ingólfsdóttir

Yngri hliðin – Katrín Ösp Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ólöf Bára Birgisdóttir

Yngri hliðin – Rakel Gígja Ragnarsdóttir

Yngri hliðin – Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

Yngri hliðin – Sara Dögg Björnsdóttir

Yngri hliðin – Hrund Ásbjörnsdóttir

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar