„Það er bara ein fokkings regla og það er að negla“

  • 4. nóvember 2023
  • Fréttir
Yngri hliðin - Ída Mekkín Hlynsdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Elísabet Líf Sigvaldadóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Ídu Mekkín Hlynsdóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svörin frá Ídu Mekkín sem og nafn þess sem hún skorar á að sýna næst á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn? Ída Mekkín Hlynsdóttir

Gælunafn? Mekka

Bæjarfélag? Höfn í Hornafirði

Hestamannafélag? Hornfirðingur

Skóli? Grunnskóli Hornafjarðar

Aldur? 15 ára

Stjörnumerki? Ljón

Samskiptamiðlar? Instagram, snapchat og Facebook

Uppáhalds drykkur? Coke

Hvaða rétt ertu best að elda? Ristað brauð og frostar vorrúllur

Uppáhaldsmatur? Kjúklingaborgari

Uppáhalds matsölustaður? Mathöllin á Selfossi og Ottó

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Narcos eða The Boys

Uppáhalds tónlistarmaður? Tyler, The Creator

Uppáhalds lag? Á ekkert uppáhalds

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð? Hey Ya! með Outcast

Bað eða sturta? Sturta!!!

Fyndnasti Íslendingurinn? Elín Ósk

Uppáhalds árstími? Sumar

Hvað gerir þú til að slaka á? Leggst upp í rúm og hlusta á tónlist eða horfi á þætti

Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur? Interstellar

Uppáhalds ísbúð? Huppa eða Hafnarbúðinn

Besta bók sem þú hefur lesið? The outsiders

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Snickers, oreo og jarðarber

Þín fyrirmynd? Þær eru nokkuð margar en Pálmi Guðmundsson Afi minn og Olil Amble eru ein af þeim helstu

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Það er eingin sérstakur

Sætasti sigurinn? Að komast í B-úrslit á landsmóti var gjeggjað og svo að vera hæðst á stöðulistanum í unglingaflokki 2023 er líka sturlað!

Mestu vonbrigðin? Örugglega öll þau skipti sem ég hef reynt að keppa í skeiði, það hefur alldrei gengið upp hjá mér

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Fylgist ekki með fótbolta

Uppáhalds lið í enska boltanum? Til að gleðja föður fjölskylduna þá verð ég að segja Manchester United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Álfaklett frá Syðri Gegnishólum. Hann er alveg uniqe

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Ég get ekki valið

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Elín Ósk Óskarsdóttir er “chef’s kiss”

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Þeir eru mjög margir en Olil skarar samt alltaf framúr finnst mér

Besti knapi frá upphafi? Ég bara er ekki viss

Besti hestur sem þú hefur prófað? Marín frá Lækjarbrekku ll

Uppáhalds staður á Íslandi? Geysis völlurinn

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Stilli vekjaraklukkuna mína

Klukkan hvað ferðu á fætur? 6:30 á virkum dögum en 11 um helgar

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Körfuboltanum á Höfn

Í hverju ertu lélegust í skóla? Örugglega fablab

Í hverju ertu best í skóla? Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik? Til að stytta mjög langa sögu þá rauk hrossið mitt með hnakkin minn í eftirdragi beinustu leið ofan í skurð (ég var ekki á baki) á félagsmóti fyrir nokkrum árum og ég þurfti að keppa úrslit í blautum hnakk og á hund blautum, mórauðum hesti.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Elínu Ósk, Bjarney Jónu og Snæsu frænku

Sturluð staðreynd um sjálfa þig? Ég bjó í Danmörku í 8 ár

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Bara allir sem voru hæfileikamótuninni í fyrra, þau eru öll mjög nice

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég myndi spyrja Brák hvernig hún fer að því að verða 700.000 kg af því að borða gras

Lífsmottó? Það er bara ein fokkings regla og það er að negla

Ég skora á Elínu Ósk Óskarsdóttur

 

 

Yngri hliðin – Elísabet Líf Sigvaldadóttir

Yngri hliðin – Steinunn Lilja Guðnadóttir

Yngri hliðin – Elva Rún Jónsdóttir

Yngri hliðin –  Guðný Dís Jónsdóttir

Yngri hliðin – Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir

Yngri hliðin – Haukur Orri Bergmann Heiðarsson

Yngri hliðin – Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir

Yngri hliðin – Matthías Sigurðsson

Yngri hliðin – Ragnar Snær Viðarsson

Yngri hliðin – Dagur Sigurðarson

Yngri hliðin – Anton Óskar Ólafsson

Yngri hliðin – Sigurveig Sara Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Emma Thorlacius

Yngri hliðin – Freydís Þóra Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ingibjörg Rós Jónsdóttir

Yngri hliðin – Björg Ingólfsdóttir

Yngri hliðin – Katrín Ösp Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ólöf Bára Birgisdóttir

Yngri hliðin – Rakel Gígja Ragnarsdóttir

Yngri hliðin – Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

Yngri hliðin – Sara Dögg Björnsdóttir

Yngri hliðin – Hrund Ásbjörnsdóttir

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar