„Komdu fram við náungann eins og þú vilt að það sé komið fram við þig“

  • 6. janúar 2024
  • Fréttir
Yngri hliðin - Hulda María Sveinbjörnsdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson var síðastur til að svara og skoraði hann á Huldu Maríu Sveinbjörnsdóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svörin frá Huldu Maríu sem og nafn þess sem hún skorar á að sýna næst á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn?  Hulda María Sveinbjörnsdóttir

Gælunafn?  Hef verið kölluð Hulla Pulla, saman eða í sitthvoru lagi.

Bæjarfélag?  Kópavogur.

Hestamannafélag?  Sprettur.

Skóli?  Undirbúningsnámskeið hjá HÍ fyrir inntökupróf í sjúkraþjálfun.

Aldur? 19. ára

Stjörnumerki?  Fiskur.

Samskiptamiðlar? Snapchat, Instagram og Facebook.

Uppáhalds drykkur?  Kókómjólk eða ískaldur Nocco.

Hvaða rétt ertu best að elda?  Líklegast einhver pastaréttur eða pizza.

Uppáhaldsmatur?  Nauta wellington og benni eða sushi.

Uppáhalds matsölustaður?  Sushi social.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?  Love Island.

Uppáhalds tónlistarmaður?  Get ómögulega valið á milli, en samkvæmt Spotify var það Prettyboitjokko á þessu ári.

Uppáhalds lag?  Ég hlusta á tónlist eftir því hvernig stuði ég er í svo get ekki valið bara eitt.

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð?  Þau eru mörg en á þessu ári hefur það aðallega verið Skína með Prettyboitjokko.

Bað eða sturta?  Sturta svona dagsdaglega en bað þegar mér langar að gera vel við mig.

Fyndnasti Íslendingurinn?  Þríeykið í FM95BLÖ og Pétur Jóhann.

Uppáhalds árstími? Sumar.

Hvað gerir þú til að slaka á?  Til að slaka á huganum fer ég í göngutúr en fyrir líkamann fer ég í langt og heitt bað.

Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur?  Mamma Mia.

Uppáhalds ísbúð?  Ísbúð Vesturbæjar.

Besta bók sem þú hefur lesið? Einhver eftir Coleen Hoover, hef lesið nokkrar á síðustu mánuðum.

Kringlan eða Smáralind?  Smáralind.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn?  Jarðaber, nutella og ljóst kökudeig.

Þín fyrirmynd?  Mamma og pabbi.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin?  Stóðhestabókin, vissi ekki að hitt væri til.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt?  Ætli það séu ekki liðsfélagar mínir í Team Hrímnir, öll alveg hrikalega flink.

Sætasti sigurinn?  Að sigra T1 á Reykjarvíkurmeistaramótinu 2021.

Mestu vonbrigðin?  Að ná ekki íslandsmeistaratitli í tölti á Garpi mínum frá Skúfslæk, en við höfnuðum í öðru sæti tvö ár í röð.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum?  HK.

Uppáhalds lið í enska boltanum? ManUnited.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju?  Úff get ómögulega valið bara einn.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins?  Systkini mín Ragnar Bjarki og Harpa Rún.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi?  Sigurður Baldur.

Uppáhalds hestamaðurinn þinn?  Afi Bjössi, ríður út í öllum færum, mikið lengra og oftast hraðar en flestir.

Besti knapi frá upphafi?  Árni Björn.

Besti hestur sem þú hefur prófað?  Ætli það sé ekki gæðingurinn Dropi frá Kirkjubæ.

Uppáhalds staður á Íslandi?  Barkarstaðir.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa?  Segi góða nótt við Sigga.

Klukkan hvað ferðu á fætur?  7:00

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum?  Enginn tími í það.

Í hverju ertu lélegust í skóla?  Efnafræði og forritun.

Í hverju ertu best í skóla?  Íþróttum og öllu því sem tengist að muna eitthvað utan að.

Vandræðalegasta augnablik?  Þau eru nú ansi mörg en helst er það A úrslit á Landsmóti 2018 þegar við Garpur fórum út af vellinum á hægu tölti. Hefði verið gaman að klára þau úrslit.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju?  Kötlu Sif, Selmu Leifs og Signýju Sól.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig?  Á þessu ári fór ég til níu nýrra landa, þar af fjögur í nýrri heimsálfu og þriggja nýrra fylkja í Bandaríkjunum.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju?  Kirkjubæingarnir Hanna Rún og Hjörvar. Kynntist þeim fyrir um það bil 7 árum og unnið fyrir þau síðustu 6 sumur. Frábært fólk, knapar og bara alveg hrikalega skemmtileg. Klárlega skemmtilegasti tími ársins!

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Myndi spyrja Guð hvað gerist þegar við deyjum.

Lífsmottó?  Komdu fram við náungann eins og þú vilt að það sé komið fram við þig.

 

Ég skora á Sigurð Baldur Ríkharðsson.

 

 

Yngri hliðin – Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson

Yngri hliðin – Viktor Óli Helgason

Yngri hliðin – Friðrik Snær Friðriksson

Yngri hliðin – Elín Ósk Óskarsdóttir

Yngri hliðin – Ída Mekkín Hlynsdóttir

Yngri hliðin – Elísabet Líf Sigvaldadóttir

Yngri hliðin – Steinunn Lilja Guðnadóttir

Yngri hliðin – Elva Rún Jónsdóttir

Yngri hliðin –  Guðný Dís Jónsdóttir

Yngri hliðin – Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir

Yngri hliðin – Haukur Orri Bergmann Heiðarsson

Yngri hliðin – Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir

Yngri hliðin – Matthías Sigurðsson

Yngri hliðin – Ragnar Snær Viðarsson

Yngri hliðin – Dagur Sigurðarson

Yngri hliðin – Anton Óskar Ólafsson

Yngri hliðin – Sigurveig Sara Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Emma Thorlacius

Yngri hliðin – Freydís Þóra Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ingibjörg Rós Jónsdóttir

Yngri hliðin – Björg Ingólfsdóttir

Yngri hliðin – Katrín Ösp Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ólöf Bára Birgisdóttir

Yngri hliðin – Rakel Gígja Ragnarsdóttir

Yngri hliðin – Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

Yngri hliðin – Sara Dögg Björnsdóttir

Yngri hliðin – Hrund Ásbjörnsdóttir

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar